Ætti að nota tengsl Dorritar

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeffþ
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeffþ mbl.is/Frikki

Ragnar Þórisson hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital segir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði átt að nýta tengsl eiginkonu sinnar, Dorrit Moussaief, til að ná hagkvæmari niðurstöðu fyrir Ísland í Icesave-deilunni. Ragnar bendir á að allir sem standi í viðskiptum viti að stærstu samningaatriðin hreyfist helst á lokasprettinum.

„Ég vona að Ólafur hafi notað þessa fimm daga vel með því að ráðfæra sig við volduga vini forsetafrúarinnar. Til dæmis George Soros eða Steve Schwartzman, sem er hjá Blackstone Group. Ég vona einnig að Ólafur hafi  sett sig í samband við forsætisráðherra Bretlands og Hollands og tjáð þeim að hann haldi á pennanum en geti ekki skrifað undir afsal Íslands nema eitthvað breytist," segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið.

Ragnar segir að ef vextir á Icesave-láninu væri lægri, myndi staðan strax batna verulega fyrir Ísland. „Ef Ólafi tækist að semja um lægri vexti, til  dæmis 3-4%, myndi það gera hann að þjóðhetju. Síðan kæmi hann náttúrulega höggi á sína gömlu vini sem sátu í samninganefndinni og snúið hafa baki við honum eftir hrunið," segir Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert