Ísland vill staðfesta ríkisábyrgð

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/RAX

Í tilkynningu á ensku frá forsætisráðuneytinu, sem send hefur verið til erlendra fjölmiðla, segir að þrátt fyrir ákvörðun forseta Íslands í dag stefni íslenska ríkisstjórnin að því, að framfylgja þeim lánasamningum, sem gerðir hafa verið, og þar með ríkisábyrgðinni sem Icesave-lögin geri ráð fyrir.

„Ríkisstjórnin lítur á lánasamningana við Bretland og Holland sem órjúfanlegan þátt efnahagsáætlunar Íslands þar sem þeir bindi enda á óvissu um endurgreiðslu á innlánstryggingu, sem kveðið er á í íslenskum lögum. Það felur í sér mikilvægt skref í átt að tryggja eðlilega fjármögnun landsins á erlendum mörkuðum," segir m.a. í tilkynningunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert