Össur fer ekki með Ólafi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist ekki ætla að fara með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn til Indlands, en forsetinn heldur þangað á næstunni. „Nei,“ var svarið þegar blaðamaður mbl.is spurði Össur hvort hann ætlaði með.

Í nóvember bauð forseti Indlands, Pratibha Patil, og indversk stjórnvöld Ólafi Ragnari að koma í opinbera heimsókn til Indlands dagana 14.-18. janúar næstkomandi og taka um leið við Nehruverðlaununum sem ákveðið var að sæma hann á liðnu ári.

Fram kom þá, að Össur og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu færu með Ólafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert