Synjun ekki banabiti stjórnvalda

Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja.
Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja. Ómar Óskarsson

„Það sem ég vil segja um þetta mál er að ég get bent á mitt atkvæði í þinginu, þar sem ég greiddi atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Hún telur það ekki mundu verða banabita ríkisstjórnarinnar fari svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synji Icesave-lögunum staðfestingar.

„Ég hef alltaf talið fráleitt að binda líf ríkisstjórnarinnar við eina tiltekna niðurstöðu í Icesave. Þetta er mál þjóðarinnar allrar. Ríkisstjórnin hefur sjálf talað fyrir lýðræðisumbótum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur ítrekað talað fyrir því að fólk eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Guðfríður Lilja, sem telur þá töf sem orðið hefur á því að forsetinn taki afstöðu til laganna ekki hafa orðið til að skaða hagsmuni Íslands erlendis.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert