Meirihluti vill afnema lögin

Frá mótmælum Indefence við Bessastaði um sl. helgi.
Frá mótmælum Indefence við Bessastaði um sl. helgi. mbl.is/RAX

Meirihluti í netkönnun Gallup, sem var gerð fyrir Ríkisútvarpið, vill að Icesave-lögin, sem sett voru í desember, verði afnumin með nýjum lögum líkt og gert var með fjölmiðlalögin eftir að forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar 2004. Skv. heimildum mbl.is verður þessi niðurstaða kynnt í fréttum RÚV kl. 22.

Í fréttum Útvarps og Sjónvarps í kvöld voru birtar aðrar niðurstöður úr könnuninni, sem sýndu m.a. að 53% sögðust myndu samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu og 51% sögðust ósammála ákvörðun forsetans um að synja lögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert