Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu

Matsfyrirtækið Moody's telur að ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hafi óljós áhrif á fjármögnun ríkisins þó að ljóst sé að hún muni torvelda leið Íslendinga út úr efnahagskreppunni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Moody's, sem var send út rétt áðan, að fjármögnun íslenskra stjórnvalda sé nægilega styrk til þess að standa af sér tímabundna óvissu án þess að það leiði til lækkun lánshæfismats. Lánshæfiseinkunn Moody's er Baa3 og eru því skuldabréf ríkisins fjárfestingahæf samkvæmt því.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær einkunn íslenska ríkisins niður í ruslflokk vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögunum staðfestingar. Sagði fyrirtækið, að það liti á samkomulag við Breta og Hollendinga um Icesave sem grundvallarþátt í endureisnaráætlun Íslands. Matsfyrirtækið S&P hélt hinsvegar að sér höndum og lét duga að breyta horfunum með lánshæfið úr stöðugum yfir í neikvæðar. Segja má að viðbrögð Moody's séu sambærileg við þau hjá S&P.

Í fréttatilkynningu Moody's kemur fram að verði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þýði það ekki beinlínis að ríkið muni ekki ábyrgjast Icesave-skuldbindingar gagnvart hollenskum og breskum stjórnvöldum. Bent er á að ríkisábyrgðin sé nú þegar til staðar og hafi komið til þegar Alþingi samþykkti hana í ágúst. Moody's tekur sérstaklega fram að lögin sem forsetinn hafi hafnað hafi verið önnur og í raun málamiðlun sem hafi verið sett fram eftir að hollensk og bresk stjórnvöld höfnuðu fyrirvörum samningsins sem Alþingi samþykkti í sumar.

Moody's segir óljóst hvert framhaldið verði og til hvaða aðgerða hollensk og bresk stjórnvöld munu grípa. Fram kemur að þau geti sett aukna pressu á ríkisstjórnina með því að beita áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hinsvegar sýni neitun forsetans fram á að takmarkanir kunni að vera á þeirri leið. Andúðin á samkomulaginu sé djúpstæð meðal margra kjósenda gagnvart  og þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum breyti ekki þeirri sannfæringu á næstunni.

Álit Moody's er að pólitísk ólga ásamt vaxandi þrýstingi frá öðrum ríkjum hindri útgönguleiðir Íslendinga úr kreppunni. Styrking gjaldeyrisforðans geti tafist þar sem að líklegt sé að erlendar lánalínur verði lokaðar enn um sinn. Jafnframt verði erfitt fyrir stjórnvöld að afnema gjaldeyrishöftin undir þessum kringumstæðum. Verði áframhaldandi þróun með öfgakenndum hætti gæti ástandið haft áhrif á alþjóðaviðskipti Íslendinga.

Hinsvegar ítrekar Moody's að gjaldeyrisstaða ríkisins sé ekki það viðkvæm að hún þoli ekki óvissu í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði - það er þann tíma sem gæti liðið þangað til að deilan leysist. Gjaldeyrisstaðan dugi vel til að halda við gengi krónunnar með aðstoð gjaldeyrishaftanna. Ennfremur bendir Moody's á að stjórnvöld geti reitt sig á innlendan fjármálamarkað til þess að fjármagna hallarekstur sinn og ekki séu stórir gjalddagar á erlendum lánum ríkisins í ár.

Moody's bendir einnig á að Icesave-lánin og önnur neyðarlán séu til lengri tíma og ekki þurfi að greiða af þeim á næstu árum. Og það sem mestu skipti sé að nýjustu hagvísar bendi til þess að efnahagslægðin verði styttri og grynnri en í upphafi var búist við.

Tilkynning Moody's á vef Seðlabanka Íslands

mbl.is

Innlent »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

19:05 Maðurinn sem varð fyrir slysi við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum Orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Eldur kom tvisvar upp í sama bílnum

15:04 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni. Meira »

„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

14:50 „Hann hefur lagt sig 110% fram í vinnu,“ segir Kristinn Pálsson, vinnuveitandi nígeríska hælisleitandans Sunday, í samtali við mbl.is. Sunday, eiginkonu hans Joy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Skammhlaup í rafstreng í Straumsvík

14:56 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang. Meira »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...