Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu

Matsfyrirtækið Moody's telur að ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hafi óljós áhrif á fjármögnun ríkisins þó að ljóst sé að hún muni torvelda leið Íslendinga út úr efnahagskreppunni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Moody's, sem var send út rétt áðan, að fjármögnun íslenskra stjórnvalda sé nægilega styrk til þess að standa af sér tímabundna óvissu án þess að það leiði til lækkun lánshæfismats. Lánshæfiseinkunn Moody's er Baa3 og eru því skuldabréf ríkisins fjárfestingahæf samkvæmt því.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær einkunn íslenska ríkisins niður í ruslflokk vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögunum staðfestingar. Sagði fyrirtækið, að það liti á samkomulag við Breta og Hollendinga um Icesave sem grundvallarþátt í endureisnaráætlun Íslands. Matsfyrirtækið S&P hélt hinsvegar að sér höndum og lét duga að breyta horfunum með lánshæfið úr stöðugum yfir í neikvæðar. Segja má að viðbrögð Moody's séu sambærileg við þau hjá S&P.

Í fréttatilkynningu Moody's kemur fram að verði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þýði það ekki beinlínis að ríkið muni ekki ábyrgjast Icesave-skuldbindingar gagnvart hollenskum og breskum stjórnvöldum. Bent er á að ríkisábyrgðin sé nú þegar til staðar og hafi komið til þegar Alþingi samþykkti hana í ágúst. Moody's tekur sérstaklega fram að lögin sem forsetinn hafi hafnað hafi verið önnur og í raun málamiðlun sem hafi verið sett fram eftir að hollensk og bresk stjórnvöld höfnuðu fyrirvörum samningsins sem Alþingi samþykkti í sumar.

Moody's segir óljóst hvert framhaldið verði og til hvaða aðgerða hollensk og bresk stjórnvöld munu grípa. Fram kemur að þau geti sett aukna pressu á ríkisstjórnina með því að beita áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hinsvegar sýni neitun forsetans fram á að takmarkanir kunni að vera á þeirri leið. Andúðin á samkomulaginu sé djúpstæð meðal margra kjósenda gagnvart  og þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum breyti ekki þeirri sannfæringu á næstunni.

Álit Moody's er að pólitísk ólga ásamt vaxandi þrýstingi frá öðrum ríkjum hindri útgönguleiðir Íslendinga úr kreppunni. Styrking gjaldeyrisforðans geti tafist þar sem að líklegt sé að erlendar lánalínur verði lokaðar enn um sinn. Jafnframt verði erfitt fyrir stjórnvöld að afnema gjaldeyrishöftin undir þessum kringumstæðum. Verði áframhaldandi þróun með öfgakenndum hætti gæti ástandið haft áhrif á alþjóðaviðskipti Íslendinga.

Hinsvegar ítrekar Moody's að gjaldeyrisstaða ríkisins sé ekki það viðkvæm að hún þoli ekki óvissu í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði - það er þann tíma sem gæti liðið þangað til að deilan leysist. Gjaldeyrisstaðan dugi vel til að halda við gengi krónunnar með aðstoð gjaldeyrishaftanna. Ennfremur bendir Moody's á að stjórnvöld geti reitt sig á innlendan fjármálamarkað til þess að fjármagna hallarekstur sinn og ekki séu stórir gjalddagar á erlendum lánum ríkisins í ár.

Moody's bendir einnig á að Icesave-lánin og önnur neyðarlán séu til lengri tíma og ekki þurfi að greiða af þeim á næstu árum. Og það sem mestu skipti sé að nýjustu hagvísar bendi til þess að efnahagslægðin verði styttri og grynnri en í upphafi var búist við.

Tilkynning Moody's á vef Seðlabanka Íslands

mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn að hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...