Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu

Matsfyrirtækið Moody's telur að ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hafi óljós áhrif á fjármögnun ríkisins þó að ljóst sé að hún muni torvelda leið Íslendinga út úr efnahagskreppunni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Moody's, sem var send út rétt áðan, að fjármögnun íslenskra stjórnvalda sé nægilega styrk til þess að standa af sér tímabundna óvissu án þess að það leiði til lækkun lánshæfismats. Lánshæfiseinkunn Moody's er Baa3 og eru því skuldabréf ríkisins fjárfestingahæf samkvæmt því.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær einkunn íslenska ríkisins niður í ruslflokk vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögunum staðfestingar. Sagði fyrirtækið, að það liti á samkomulag við Breta og Hollendinga um Icesave sem grundvallarþátt í endureisnaráætlun Íslands. Matsfyrirtækið S&P hélt hinsvegar að sér höndum og lét duga að breyta horfunum með lánshæfið úr stöðugum yfir í neikvæðar. Segja má að viðbrögð Moody's séu sambærileg við þau hjá S&P.

Í fréttatilkynningu Moody's kemur fram að verði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þýði það ekki beinlínis að ríkið muni ekki ábyrgjast Icesave-skuldbindingar gagnvart hollenskum og breskum stjórnvöldum. Bent er á að ríkisábyrgðin sé nú þegar til staðar og hafi komið til þegar Alþingi samþykkti hana í ágúst. Moody's tekur sérstaklega fram að lögin sem forsetinn hafi hafnað hafi verið önnur og í raun málamiðlun sem hafi verið sett fram eftir að hollensk og bresk stjórnvöld höfnuðu fyrirvörum samningsins sem Alþingi samþykkti í sumar.

Moody's segir óljóst hvert framhaldið verði og til hvaða aðgerða hollensk og bresk stjórnvöld munu grípa. Fram kemur að þau geti sett aukna pressu á ríkisstjórnina með því að beita áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hinsvegar sýni neitun forsetans fram á að takmarkanir kunni að vera á þeirri leið. Andúðin á samkomulaginu sé djúpstæð meðal margra kjósenda gagnvart  og þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum breyti ekki þeirri sannfæringu á næstunni.

Álit Moody's er að pólitísk ólga ásamt vaxandi þrýstingi frá öðrum ríkjum hindri útgönguleiðir Íslendinga úr kreppunni. Styrking gjaldeyrisforðans geti tafist þar sem að líklegt sé að erlendar lánalínur verði lokaðar enn um sinn. Jafnframt verði erfitt fyrir stjórnvöld að afnema gjaldeyrishöftin undir þessum kringumstæðum. Verði áframhaldandi þróun með öfgakenndum hætti gæti ástandið haft áhrif á alþjóðaviðskipti Íslendinga.

Hinsvegar ítrekar Moody's að gjaldeyrisstaða ríkisins sé ekki það viðkvæm að hún þoli ekki óvissu í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði - það er þann tíma sem gæti liðið þangað til að deilan leysist. Gjaldeyrisstaðan dugi vel til að halda við gengi krónunnar með aðstoð gjaldeyrishaftanna. Ennfremur bendir Moody's á að stjórnvöld geti reitt sig á innlendan fjármálamarkað til þess að fjármagna hallarekstur sinn og ekki séu stórir gjalddagar á erlendum lánum ríkisins í ár.

Moody's bendir einnig á að Icesave-lánin og önnur neyðarlán séu til lengri tíma og ekki þurfi að greiða af þeim á næstu árum. Og það sem mestu skipti sé að nýjustu hagvísar bendi til þess að efnahagslægðin verði styttri og grynnri en í upphafi var búist við.

Tilkynning Moody's á vef Seðlabanka Íslands

mbl.is

Innlent »

Varúð hreindýr á veginum

07:34 Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.   Meira »

Allt að 12 stiga frosti spáð

06:58 Spáð er allt að 12 stiga frosti á morgun en bæði í dag og morgun er spá björtu veðri víða. Á laugardag gengur í suðaustan með slyddu og síðar rigningu. Meira »

Fleiri þúsund lítrar af vatni

06:44 Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautast úr brunahana sem brotnaði þegar próflaus ökumaður á allt of miklum hraða missti stjórn á bifreið sinni í Hafnarfirði í gær. Meira »

Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

06:37 Maður sem liggur undir grun um að hafa reynt að kyrkja unga konu fyrr í mánuðinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grunur er um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Meira »

Gögnum málsins eytt

06:17 Öllum gögnum úr máli Roberts Downey hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar kr: 9,900,- Keyptir hjá Rekstrarvörum. uppl: 869120...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...