Meiri skilningur í gær og dag

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag, að eftir því sem leið á gærdaginn og í dag hafa komið fram meiri skilningur í útlöndum á stöðu Íslands og jafnvel stuðningur. Þetta væri í raun það eina, sem komið hefði á óvart.

Þannig hefði hann verið í tveimur þáttum á BBC í morgun og hlustendum hefði verið gefið tækifæri til að hringja inn spurningar. Flestir þeirra sem hringdu lýstu yfir stuðningi við Íslands, að sögn Ólafs Ragnars.

Hann nefndi einnig leiðara Financial Times í morgun. Margir hefðu sagt að helst væri að óttast viðbrögð fjármálaheimsins en því væri mikilvægt að þetta höfuðblað skyldi lýsa yfir stuðningi við ákvörðun forsetans. 

Ólafur sagðist hafa á sunnudag setið á fundum með fjórum ráðherrum nánast allan daginn og hlýtt á röksemdir ráðherranna. Þess vegna hefði ekkert nýtt verið í skjölunum, sem send voru frá ráðuneytum á mánudag. Þessi skjöl hefðu ekki verið formleg bréf. Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa verið búinn að móta skoðun sína á málinu þegar þarna var komið.

Forsætisráðherra sagðist síðan hafa rætt símleiðis við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, klukkan 11 á mánudagskvöldi að hennar ósk. Þá hefði hann látið Jóhönnu vita, að enn væri verið að vinna að yfirlýsingu forsetans og þeirri vinnu hefði ekki lokið fyrr en um klukkan 10 á þriðjudagsmorgun, klukkustund áður en Ólafur las yfirlýsinguna á þriðjudag.

Hann sagði, að í sjálfu sér hefði verið mögulegt að hringja til oddvita ríkisstjórnarinnar þegar ákvörðunin lá fyrir en honum hefði þótt eðlilegra að þau sæju rökstuðning og málflutning sinn.  Ólafur Ragnar lagði hins vegar áherslu á að hann hefði átt mun ýtarlegri viðræður við stjórnvöld nú en þegar hann tók ákvörðun um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar 2004.

Ólafur Ragnar sagði, að hinn lýðræðislegi vilji hefði legið fyrir með yfirlýsingum meirihluta þingmanna, þar á meðal fjögurra þingmanna Vinstri grænna, og undirskriftum fjórðungs atkvæðabærra Íslendinga. Hins vegar hefði mat stjórnvalda á hugsanlegum viðbrögðum við þeirri ákvörðun að vísa frumvarpinu, byggst á spádómum og mati og vangaveltum um hvað myndi gerast. Þegar valið stæði á milli lýðræðis og markaðar hlyti forsetinn að velja lýðræðið.

mbl.is

Innlent »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...