Bjartsýnni en svartsýnn

Eftir fundi með norskum og dönskum kollegum sínum sagðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra meira bjartsýnn en svartsýnn á að lán frá norðurlöndunum haldi áfram að berast Íslandi, þrátt fyrir synjun forseta Íslands á undirskrift Icesave laganna á þriðjudag.

Steingrímur eyddi deginum í Osló og Kaupmannahöfn þar sem hann hitti Sigbjörn Johnsson, fjármálaráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra landins og Claus Hjort Fredriksen, fjármálaráðherra Danmerkur. Hann var ánægður að loknum fundunum enda liti út fyrir að vilji normanna stæði til þess að lánafyrirgreiðslur Norðurlandanna héldu áfram, þrátt fyrir synjun forseta. Hljóðið í danska fjármálaráðherranum var þó ekki eins afdráttarlaust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert