LaRouche stoltur af forseta Íslands

Fyrrum forsetaframbjóðandinn Lyndon H. LaRouche, sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær undir yfirskriftinni  „hugrakka Ísland". Þar lýsir hann yfir því hvað hann sé stoltur af Íslandi og forseta Íslands. Hagfræðingurinn LaRouche, sem er níræðisaldri, á að hafa spáð því árið 2006 að Ísland yrði gjalþrota.

Egill Helgason fjallar um gagnrýni LaRouche á vefsíðu sinni sl. vor og vitnar í grein frá árinu 2006 þar sem LaRouche lætur þessi ummæli falla við breska blaðið Daily Telegraph.

LaRouche var áberandi í bandarískum stjórnmálum enda hefur hann boðið sig fram í átta skipti án árangurs.

Hægt er að lesa sér til um Lyndon H. LaRouche á Wikipedia hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert