Selja fisk fyrir 22 milljarða

Verðmæti hráefnis jókst á síðasta ári.
Verðmæti hráefnis jókst á síðasta ári. mbl.is / Kristinn

Fiskur að verðmæti tæplega 22 milljarða kr. var seldur í gegn um uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaðanna á síðasta ári. Er það tæplega 29% meira en árið á undan sem einnig var metár.

Magnið var með því mesta sem selt hefur verið og meðalverð hráefnisins hefur aldrei verið hærra, að því er fram kemur á vef RF.

Seld voru liðlega 103 þúsund tonn af fiski á árinu 2009. Það er tæplega 10% aukning frá árinu á undan. Magnið er það fjórða mesta frá upphafi Reiknistofnunar fiskmarkaðanna, ef loðna er ekki talin með.

Meðalverðið á árinu 2009 var 210,50 kr. Það hefur ekki áður farið yfir 200 krónur á kíló. Þetta samsvarar 17,2% hækkun.

Fimmtán fiskmarkaðir um allt land nýta uppboðskerfi Reiknistofnunar fiskmarkaðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert