Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni

Fredrik Reinfeldt
Fredrik Reinfeldt mynd/norden.org

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir það forsendu fyrir því að Ísland fái frekari lán greidd frá norrænu ríkjunum vera hver niðurstaða endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður. Hann segir að norrænu ríkin vilji að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Þetta kemur fram í viðtali Reuters fréttastofunnar við Reinfeldt.

Hann segist hafa rætt beint við forsætisráðherra Íslands og sagt henni að Svíar myndu samstilla sig norrænu nágranna sína. „Að við viljum sjá Íslands standi við alþjóðlegar skuldbindingar sína og að þetta sé einnig málefni Evrópusambandsins," sagði Reinfeldt við fréttamenn í dag.

„Við viljum að Ísland standi við þessar alþjóðlegu... skuldbindingar og þá munum við fylgja á eftir með okkar skuldbindingar."

Spurður að því hvenær norrænu ríkin muni greiða Íslendingum næstu greiðslu af 1,8 milljarða evra láninu sagði Reinfeldt: Það mun fylgja á eftir ákvörðun AGS um greiðslu."


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert