Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gagnrýnir harðlega á heimasíðu sinni þau ummæli Fredriks Reinfeldts, forsætisráðherra Svía, í gær, að  Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi lokið endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands.

„Skyldu Svíar skilja að skuldbindingarnar eru skilyrðin sem Bretar og Hollendingar hafa þröngvað upp á okkur undir hótunum?

Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar skilja að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði?

Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?," spyr Ögmundur.

Heimasíða Ögmundar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert