Flokksráð VG styður ríkisstjórnina

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG.
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG. Skapti Hallgrímsson

Flokksráðsfundur VG á Akureyri lýsir yfir fullum stuðningi við störf ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar og telur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna vera kjölfestu fyrir samfélagið í gegnum erfiða tíma.

Þetta eru upphafsorð fyrstu ályktanrinnar sem berst frá flokksráðsfundinum, sem var að ljúka rétt í þessu. Fleiri ályktanir munu berast fundinum von bráðar og einnig birtast inni á vef flokksins.

Svo segir í ályktuninni:

„Meginverkefni núverandi ríkisstjórnar er uppgjör vegna hrunsins og endurmótun íslensks efnahagskerfis með velferðarsamfélag í anda hinna norrænu velferðarsamfélaga að leiðarljósi. Tryggja verður að á næstu árum verði í stjórnarráði landsins stjórn sem kennir sig við velferð og að óheftri frjálshyggju síðustu 18 ára verði úthýst til frambúðar.

Hrun bankakerfisins haustið 2008 skildi eftir risavaxin og fordæmalaus úrlausnarefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við. Í Alþingiskosningum sem fram fóru í apríl sl. veittu kjósendur minnihlutaríkisstjórn Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og Samfylkingunni fullt umboð til þess leiða áfram vinnu við úrlausn þeirra.  Nú þegar hefur meirihluti þessara flokka náð miklum árangri á skömmum tíma við afar erfiðar aðstæður í þeim endurreisnarstörfum sem hún var kosin til. Má þar nefna hækkun vaxtabóta, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar, frestun allra nauðungaruppboða auk fjölbreyttra úrræða fyrir þá sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þá hefur verið lögð áhersla á að efla og auka trúverðugleika eftirlitsstofnanna, t.d. með nýrri og faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og vinnu við breytingu laga um fjármálafyrirtæki auk þess að stórefla embætti sérstaks saksóknara.

Endurreisn bankakerfisins hefur verið lokið á mun hagstæðari hátt fyrir ríkissjóð en nokkurn hafði órað fyrir, með 250 milljörðum króna minni beinum fjárútlátum en áætlað hafði verið. Einnig hefur tekist að koma böndum á ríkisfjármálin þannig að afkoma ríkissjóðs er mun betri en á horfðist. Auk þessa hefur tekist að tryggja þau lán sem þurfti til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Mikilvægt er þó að hafa í huga að verkefnið er tímafrekt, að góðir hlutir gerast hægt, og að flokkurinn mun þurfa á öllu sínu þreki og samstöðu að halda í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi. Ekki má gleyma því að oft eru á því skiptar skoðanir hvernig best verði á málum haldið en mestu skiptir að sú lýðræðislega umræða verði til að styrkja hreyfinguna á erfiðum tímum og að ríkisstjórnin haldi ótrauð áfram með sín meginmarkmið að leiðarljósi.

Í tíð ríkisstjórnarinnar hafa ýmiss framfaramál náð fram að ganga sem ekki hefði orðið án þátttöku Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ríkisstjórn og því ber að að fagna. Skal þar fyrst nefnt afnám hinna alræmdu eftirlaunalaga sem og nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna jöfn hlutföll kynja í ríkisstjórn, hærri grunframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur verið samþykkt, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, ákveðið hefur verið að leggja niður Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja.

Í því endurmótunarstarfi sem flokkurinn tekur þátt í eiga þau gildi sem flokkurinn leggur til grundvallar samfélaginu: félagslegt réttlæti, friðarstefnu, kvenfrelsi og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar að liggja til grundvallar. Með þeim hætti verður hægt að reisa nýtt Ísland.

Flokksráðfundur lýsir yfir fullu trausti á að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar haldi áfram að takast á við erfið verkefni af festu og með grunngildi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að leiðarljósi."

Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri.
Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Sér til sólar á Norðaustur og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að það sjá til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »
Kerra til sölu
Til sölu er ný kerra á fjöðrum. Hentar vel fyrir hálendið. Upplýsingar í s.48382...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...