Flokksráð VG styður ríkisstjórnina

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG.
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG. Skapti Hallgrímsson

Flokksráðsfundur VG á Akureyri lýsir yfir fullum stuðningi við störf ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar og telur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna vera kjölfestu fyrir samfélagið í gegnum erfiða tíma.

Þetta eru upphafsorð fyrstu ályktanrinnar sem berst frá flokksráðsfundinum, sem var að ljúka rétt í þessu. Fleiri ályktanir munu berast fundinum von bráðar og einnig birtast inni á vef flokksins.

Svo segir í ályktuninni:

„Meginverkefni núverandi ríkisstjórnar er uppgjör vegna hrunsins og endurmótun íslensks efnahagskerfis með velferðarsamfélag í anda hinna norrænu velferðarsamfélaga að leiðarljósi. Tryggja verður að á næstu árum verði í stjórnarráði landsins stjórn sem kennir sig við velferð og að óheftri frjálshyggju síðustu 18 ára verði úthýst til frambúðar.

Hrun bankakerfisins haustið 2008 skildi eftir risavaxin og fordæmalaus úrlausnarefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við. Í Alþingiskosningum sem fram fóru í apríl sl. veittu kjósendur minnihlutaríkisstjórn Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og Samfylkingunni fullt umboð til þess leiða áfram vinnu við úrlausn þeirra.  Nú þegar hefur meirihluti þessara flokka náð miklum árangri á skömmum tíma við afar erfiðar aðstæður í þeim endurreisnarstörfum sem hún var kosin til. Má þar nefna hækkun vaxtabóta, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar, frestun allra nauðungaruppboða auk fjölbreyttra úrræða fyrir þá sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þá hefur verið lögð áhersla á að efla og auka trúverðugleika eftirlitsstofnanna, t.d. með nýrri og faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og vinnu við breytingu laga um fjármálafyrirtæki auk þess að stórefla embætti sérstaks saksóknara.

Endurreisn bankakerfisins hefur verið lokið á mun hagstæðari hátt fyrir ríkissjóð en nokkurn hafði órað fyrir, með 250 milljörðum króna minni beinum fjárútlátum en áætlað hafði verið. Einnig hefur tekist að koma böndum á ríkisfjármálin þannig að afkoma ríkissjóðs er mun betri en á horfðist. Auk þessa hefur tekist að tryggja þau lán sem þurfti til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Mikilvægt er þó að hafa í huga að verkefnið er tímafrekt, að góðir hlutir gerast hægt, og að flokkurinn mun þurfa á öllu sínu þreki og samstöðu að halda í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi. Ekki má gleyma því að oft eru á því skiptar skoðanir hvernig best verði á málum haldið en mestu skiptir að sú lýðræðislega umræða verði til að styrkja hreyfinguna á erfiðum tímum og að ríkisstjórnin haldi ótrauð áfram með sín meginmarkmið að leiðarljósi.

Í tíð ríkisstjórnarinnar hafa ýmiss framfaramál náð fram að ganga sem ekki hefði orðið án þátttöku Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ríkisstjórn og því ber að að fagna. Skal þar fyrst nefnt afnám hinna alræmdu eftirlaunalaga sem og nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna jöfn hlutföll kynja í ríkisstjórn, hærri grunframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur verið samþykkt, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, ákveðið hefur verið að leggja niður Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja.

Í því endurmótunarstarfi sem flokkurinn tekur þátt í eiga þau gildi sem flokkurinn leggur til grundvallar samfélaginu: félagslegt réttlæti, friðarstefnu, kvenfrelsi og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar að liggja til grundvallar. Með þeim hætti verður hægt að reisa nýtt Ísland.

Flokksráðfundur lýsir yfir fullu trausti á að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar haldi áfram að takast á við erfið verkefni af festu og með grunngildi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að leiðarljósi."

Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri.
Um 130 manns eru á flokksráðsfundi VG á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Annað og meira en reynsla og kjöt

20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Pennar
...
Stimplar
...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...