Hafís kominn að Hornbjargi

Hér sést hafísinn, en myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar …
Hér sést hafísinn, en myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í dag. Mynd/Landhelgisgæslan

Í ískönnunarflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós hafís við Hornbjarg sem hefur nánast náð landi við Hornbjargsvita, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Ísinn liggur til austurs í áttina  að Óðinsboða,  talsverður rekís og spangir en þó er fært gegnum ísinn með aðgát.  Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að fylgst verði með sjávarhita. Þegar flogið var yfir var þoka og lélegt skyggni á svæðinu. 

Meðfylgjandi eru mynd var tekin úr þyrlunni í dag.

Rauða línan sýnir mörk hafíssins, sem er kominn mjög nálægt …
Rauða línan sýnir mörk hafíssins, sem er kominn mjög nálægt landi nálægt Hornbjargi. Kort / Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert