Vogunarsjóður leitar að konu

Norðmenn vilja tryggja að konur sitji í stjórnum fyrirtækja til …
Norðmenn vilja tryggja að konur sitji í stjórnum fyrirtækja til jafns við karla. Golli

Vogunarsjóðurinn Boreas Capital auglýsir í Morgunblaðinu eftir konu til að sitja í stjórn norska fjarskiptafyrirtækisins Telio fyrir sína hönd.

Í auglýsingunni kemur fram að stjórnarfundir séu 4-5 sinnum á ári. Stjórnarlaun séu 2,2 milljónir á ári, auk þess sem ferðakostnaður er greiddur. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn sinni öðrum störfum samhliða stjórnarsetu.

Í Noregi eru lög sem þvinga fyrirtæki til að kjósa konur í stjórnir fyrirtækja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert