140 milljóna kröfur í tvö félög Björns Þorra

Björn Þorri Viktorsson var um skeið formaður Félags fasteignasala.
Björn Þorri Viktorsson var um skeið formaður Félags fasteignasala. Jim Smart

Kröfur í þrotabú tveggja félaga á vegum Björns Þorra Viktorssonar lögmanns nema um 140 milljónum króna, þar af um 125 milljónir í eldra félag sem rak fasteignasöluna Miðborg. Um 15 milljónir eru í þrotabú Lögmanna Laugardal. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta í haust. Þá voru stofnuð tvö ný félög, með nýrri kennitölu, sem stofnuðu aftur félög með sömu nöfnum fyrirtækjanna, þ.e. Lögmenn Laugardal og Miðborg fasteignasala. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafnanna að sögn skiptastjóra, en Björn Þorri hefur látið til sín taka í umræðu um skuldavanda heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert