Flokkarnir hætti að rífast um Icesave

Þráinn Bertelsson alþingismaður.
Þráinn Bertelsson alþingismaður. mbl.is/Ómar

Þráinn Bertelsson alþingismaður segir þjóðarnauðsyn að stjórnmálaflokkarnir hætti að rífast um Icesave og snúi sér að því að leysa málið. Hann segir að rökræður sem átt hafi sér stað á fundum formanna flokkanna ekki benda til þess að menn séu leysa málið.

Þráinn segir að nú snúist málið um hvort hægt sé að draga Breta og Hollendinga að samningaborðinu á nýjan leik án nokkurra skilyrða.

„Það er þjóðarnauðsyn að stjórnmálaflokkarnir hætti að rífast um þetta mál. Ég er ekki að fara fram á að stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli viðurkenni ábyrgð sína. Ég er bara að fara fram á að þeir sjái ábyrgð sína og snúi sér að því að leysa málið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert