Vilja stærri flugstöð á Akureyri

Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi vill stærri flugstöðvarbyggingu á Akureyri.
Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi vill stærri flugstöðvarbyggingu á Akureyri. mbl.is/Jim Smart

Stjórn Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi hefur sent áskorun til stjórnvalda um að bjóða út hið fyrsta framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Í áskoruninni er fagnað þeim áfanga sem lenging flugbrautarinnar sé, en bent á að til að sú fjárfesting skili sér að fullu verði að stækka flugstöðvarbygginguna.

„Núverandi flugstöð annar engan veginn því hlutverki að þjónusta samtímis innanlands og millilandaflug hvað þá heldur aukna millilandaflugumferð sem fyrirsjáanleg er á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi telur mikil tækifæri felast í auknu millilandaflugi milli Akureyrar – London- Kaupmannahafnar og annarra áfangastaða í Evrópu, tækifæri sem skapað geta hundruð  nýrra starfa á Norðurlandi og aukið enn frekar ferðamannastrauminn til landsins, ekki síst yfir vetrartímann.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert