Björgunarsveitir kallaðar út

Þakplötur flettust af Officesaklúbbnum á Keflavíkurflugvelli.
Þakplötur flettust af Officesaklúbbnum á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Einar

Björgunarsveitin Suðurnes hefur verið kölluð út vegna foks við Officeraklúbbinn á vallarsvæðinu í Keflavík. Þá hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verið kölluð út vegna foks í bænum. Sveitin mun ljúka þeim viðvikum er fyrir liggja og fara svo könnunarferð um bæinn.

Þá hafa björgunarsveitir einnig verið kallaðar út í Hafnarfirði, á Hellu og Patreksfirði. 

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út fyrr í dag en þar var afar vont veður, vindur um 33 m/s og mikil rigning. Sinnti björgunarfélagið nokkrum aðstoðarbeiðnum sem flestar voru minniháttar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert