Eggert og Rangárþing eystra semja

Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt á síðasta …
Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt á síðasta ári. mynd/Geir Ragnarsson

Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður og oddviti Vestur-Landeyja, og Rangárþing eystra hafa náð samkomulagi vegna krafna sem Eggert hefur haft uppi á hendur sveitarfélaginu vegna kostnaðar og óþæginda sem hann telur sig hafa orðið fyrir í tengslum við opinbert mál sem rekið var á hendur honum vegna meintra fjármunabrota í störfum hans fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eggert var á sínum tíma dæmdur fyrir brot í opinberu starfi en Hæstiréttur tók málið upp að nýju árið 2008 og var þá sýknaður af öllum ákæruliðum um fjármunabrot í starfi sínu fyrir Vestur-Landeyjar.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra, að sveitarfélagið hafi nú greitt Eggerti 1,7 milljónir króna sem fullnaðargreiðslu án viðurkenningar aðila samkomulagsins á þeim sjónarmiðum sem haldið hafi verið fram í málinu fram til þessa dags. Teljist málinu því nú alfarið lokið milli Eggerts og Rangárþings eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert