Margir missa vinnuna á RÚV

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Árni Sæberg

Mörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins var sagt upp í dag og búist er við að enn fleiri fá uppsagnarbréf á morgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þremur starfsmönnum Kastljóssins sagt upp störfum.

Starfsmannafundur verður haldinn á morgun þar sem nánar verður greint frá uppsögnum og niðurskurði.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu 15-18 starfsmenn RÚV missa vinnuna. Útvarpsstjóri mun kynna niðurskurð og uppsagnir sem þeim fylgja á starfsmannafundi á morgun. Þeir starfsmenn Kastljóssins sem sagt var upp eru, skv. heimildum Morgunblaðsins, Þóra Tómasdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Elsa María Jakobsdóttir. Þá var Elínu Hirst, fréttamanni og fyrrum fréttastjóra Sjónvarpsins, sagt upp störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert