Þrettán milljarða fjárfesting í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við fyrri hluta straumhækkunarverkefnisins við álverið í Straumsvík. Um er að ræða fjárfestingu fyrir um 13 milljarða.

Þessi fjárfesting felur í sér endurnýjun á rafbúnaði í aðveitustöð álversins, sem hefur þann tvíþætta tilgang að auka áreiðanleika verksmiðjunnar og gera straumhækkun mögulega. Framkvæmdir hefjast á allra næstu vikum.

Kostnaður við straumhækkunarverkefnið í heild sinni, þ.e. seinni áfanga, felur í sér fjárfestingu fyrir um 42 milljarða og er gert ráð fyrir að um þriðjungur þeirrar fjárhæðar renni til íslenskra aðila. Markmiðið er að auka framleiðslugetu álversins um hér um bil 40 þúsund tonn með straumhækkun og tilsvarandi uppfærslu á búnaði í núverandi byggingum. Rannveig sagði að ákvörðun um seinni áfanga verkefnisins væri háð því að Landsvirkjun tækist að fjármagna framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagðist vonast eftir að tækist að ljúka fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á þessu ári. Erlendir lánamarkaðir væru erfiðir þessa stundina. Það réðist af mörgum þáttum hvernig gengi að ljúka samningum, m.a. hvernig Icesave-málið þróaðist. Kostnaður við Búðarhálsvirkjun er áætlaður 20-25 milljarðar. Öll leyfi til að hefja framkvæmdir liggja fyrir.

„Það að ákvörðun skuli tekin um að ráðast í þessa stóru fjárfestingu sýnir tiltrú eigandans á fyrirtækinu og á Íslandi. Maður vonar að þetta sé hvetjandi og auki bjartsýni í íslensku atvinnulífi,“ sagði Rannveig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert