Fréttaskýring: Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar

Skötuselur.
Skötuselur.

Ekki er líklegt að nefnd um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar takist að ljúka störfum þessum mánuði eins og að hefur verið stefnt. Nefndin var skipuð í júní á síðasta ári og var upphaflega miðað við að hún skilaði af sér fyrir 1. nóvember, en nú er miðað við 1. febrúar. Nefndin kom síðast saman í byrjun desember. Guðbjartur Hannesson er formaður nefndarinnar og segist stefna að fundi í næstu viku, en það hafi lítið upp á sig að funda í sáttanefnd um stjórn fiskveiða án útgerðarmanna.

Fulltrúar útgerðarinnar hafa aðeins mætt á þrjá fundi af fimm og sætta sig ekki við frumvarp sjávarútvegsráðherra frá 10. nóvember um stjórn fiskveiða. Þeir telja frumvarpið inngrip í störf nefndarinnar og eru einkum ósáttir við ákvæði um skötusel. Þar er reiknað með gjaldtöku fyrir úthlutun hluta aflamarks í skötusel og segja útgerðarmenn það upphaf fyrningar aflaheimilda í sjávarútvegi.

Í kynningu ráðherra á frumvarpinu var tiltekið að skötuselsákvæðið væri brýn ráðstöfun í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Útvegsmenn eiga hins vegar erfitt með að samþykkja að þessi aðgerð sé brýn. Spurður hvort ákvæðið um skötuselinn væri hluti af bráðavanda í sjávarútvegi sagði Guðbjartur það vera ráðherra að meta, ekki nefndarinnar.

Hann segir ólík sjónarmið vera innan nefndarinnar og mismunandi hagsmuni. Lögð hafi verið vinna í að skilgreina álitaefni í fiskveiðistjórnunni og síðan hafi verið ætlunin að fá Háskólann á Akureyri til að meta áhrif innköllunarleiðarinnar. Það hafi hins vegar lítinn tilgang að búa til vinnuferli án aðkomu LÍÚ.

„Án útgerðarmanna höldum við bara áfram að búa til eigin skýrslur,“ segir Guðbjartur. „Ef LÍÚ kemur ekki að borðinu verður nefndin að meta hvort vinnunni verður haldið áfram og hvort allir aðrir vilja vera með í því starfi. Stjórnvöld verða líka að meta hvort þau vilja þá koma beint inn í þessa vinnu, en kveðið er á um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmálanum.

Ég lít þannig á að við séum að fást við langtímaverkefni, að breyta útgerðartilhögun til lengri tíma. Það hefur aldrei staðið til að svipta fyrirtæki rekstrargrundvelli. Þvert á móti lögðum við upp með að tryggja varanlega afkomu þeirra og taka átti tillit til skuldastöðu greinarinnar. Í nefndinni hefur verið talað um langtímaúthlutanir á fiski, 20 ára úthlutun eða jafnvel í enn lengri tíma. Fullyrðingar um annað eru áróður. Þá er ætlunin að taka af skarið með að eignarhald í sjávarútvegi sé í raun nýtingarheimild,“ segir Guðbjartur.

Starfið verður ómarkvisst

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem á fulltrúa í nefndinni, segir að alls ekki hafi verið reiknað með að ráðherra spilaði út umdeildum atriðum á sama tíma og nefndin væri að störfum. Ákvæðið um skötuselinn hafi hleypt illu blóði í allt starf nefndarinnar.

„Okkur finnst lítill tilgangur í því að halda þessu starfi áfram ef fulltrúa útgerðarinnar vantar að borðinu. Starfið verður ómarkvisst og við, eins og margir fleiri í nefndinni, erum óánægðir með hversu lítið hefur gengið. Í umsögn SF um frumvarpið leggur stjórnin ríka áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og öllum ákvæðum þess verði vísað til umfjöllunar sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Ég sé ekki að störf nefndarinnar komist í gang meðan skötuselsfrumvarpið hangir yfir mönnum,“ segir Arnar.

Forysta LÍÚ fundar með ráðherra

FORYSTUMENN Landssambands íslenskra útvegsmanna eiga fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, í dag. „Við vonumst til þess að við getum komið málinu aftur í farveg og ég hef fulla trú á að hægt verði að ná sátt um þessi mál. Í mínum huga er formaður nefndarinnar að vinna í þeim anda,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í gær. „Við viljum finna einhvern flöt á þessu máli svo báðir aðilar geti lifað við þá stöðu sem uppi er og komið málinu aftur í farveg. Um leið og þær forsendur sem lagt var upp með við skipan nefndarinnar verða til staðar þá komum við aftur að þessu starfi,“ sagði Friðrik.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að það ætli að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila þá tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur, segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernir. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...