Fréttaskýring: Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar

Skötuselur.
Skötuselur.

Ekki er líklegt að nefnd um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar takist að ljúka störfum þessum mánuði eins og að hefur verið stefnt. Nefndin var skipuð í júní á síðasta ári og var upphaflega miðað við að hún skilaði af sér fyrir 1. nóvember, en nú er miðað við 1. febrúar. Nefndin kom síðast saman í byrjun desember. Guðbjartur Hannesson er formaður nefndarinnar og segist stefna að fundi í næstu viku, en það hafi lítið upp á sig að funda í sáttanefnd um stjórn fiskveiða án útgerðarmanna.

Fulltrúar útgerðarinnar hafa aðeins mætt á þrjá fundi af fimm og sætta sig ekki við frumvarp sjávarútvegsráðherra frá 10. nóvember um stjórn fiskveiða. Þeir telja frumvarpið inngrip í störf nefndarinnar og eru einkum ósáttir við ákvæði um skötusel. Þar er reiknað með gjaldtöku fyrir úthlutun hluta aflamarks í skötusel og segja útgerðarmenn það upphaf fyrningar aflaheimilda í sjávarútvegi.

Í kynningu ráðherra á frumvarpinu var tiltekið að skötuselsákvæðið væri brýn ráðstöfun í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Útvegsmenn eiga hins vegar erfitt með að samþykkja að þessi aðgerð sé brýn. Spurður hvort ákvæðið um skötuselinn væri hluti af bráðavanda í sjávarútvegi sagði Guðbjartur það vera ráðherra að meta, ekki nefndarinnar.

Hann segir ólík sjónarmið vera innan nefndarinnar og mismunandi hagsmuni. Lögð hafi verið vinna í að skilgreina álitaefni í fiskveiðistjórnunni og síðan hafi verið ætlunin að fá Háskólann á Akureyri til að meta áhrif innköllunarleiðarinnar. Það hafi hins vegar lítinn tilgang að búa til vinnuferli án aðkomu LÍÚ.

„Án útgerðarmanna höldum við bara áfram að búa til eigin skýrslur,“ segir Guðbjartur. „Ef LÍÚ kemur ekki að borðinu verður nefndin að meta hvort vinnunni verður haldið áfram og hvort allir aðrir vilja vera með í því starfi. Stjórnvöld verða líka að meta hvort þau vilja þá koma beint inn í þessa vinnu, en kveðið er á um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmálanum.

Ég lít þannig á að við séum að fást við langtímaverkefni, að breyta útgerðartilhögun til lengri tíma. Það hefur aldrei staðið til að svipta fyrirtæki rekstrargrundvelli. Þvert á móti lögðum við upp með að tryggja varanlega afkomu þeirra og taka átti tillit til skuldastöðu greinarinnar. Í nefndinni hefur verið talað um langtímaúthlutanir á fiski, 20 ára úthlutun eða jafnvel í enn lengri tíma. Fullyrðingar um annað eru áróður. Þá er ætlunin að taka af skarið með að eignarhald í sjávarútvegi sé í raun nýtingarheimild,“ segir Guðbjartur.

Starfið verður ómarkvisst

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem á fulltrúa í nefndinni, segir að alls ekki hafi verið reiknað með að ráðherra spilaði út umdeildum atriðum á sama tíma og nefndin væri að störfum. Ákvæðið um skötuselinn hafi hleypt illu blóði í allt starf nefndarinnar.

„Okkur finnst lítill tilgangur í því að halda þessu starfi áfram ef fulltrúa útgerðarinnar vantar að borðinu. Starfið verður ómarkvisst og við, eins og margir fleiri í nefndinni, erum óánægðir með hversu lítið hefur gengið. Í umsögn SF um frumvarpið leggur stjórnin ríka áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og öllum ákvæðum þess verði vísað til umfjöllunar sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Ég sé ekki að störf nefndarinnar komist í gang meðan skötuselsfrumvarpið hangir yfir mönnum,“ segir Arnar.

Forysta LÍÚ fundar með ráðherra

FORYSTUMENN Landssambands íslenskra útvegsmanna eiga fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, í dag. „Við vonumst til þess að við getum komið málinu aftur í farveg og ég hef fulla trú á að hægt verði að ná sátt um þessi mál. Í mínum huga er formaður nefndarinnar að vinna í þeim anda,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í gær. „Við viljum finna einhvern flöt á þessu máli svo báðir aðilar geti lifað við þá stöðu sem uppi er og komið málinu aftur í farveg. Um leið og þær forsendur sem lagt var upp með við skipan nefndarinnar verða til staðar þá komum við aftur að þessu starfi,“ sagði Friðrik.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Ráðist á barnshafandi konu í Sandgerði

17:44 Ráðist var á þungaða konu í Sandgerði nú undir kvöld en gerandinn ók ölvaður af vettvangi.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...