Fréttaskýring: Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar

Skötuselur.
Skötuselur.

Ekki er líklegt að nefnd um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar takist að ljúka störfum þessum mánuði eins og að hefur verið stefnt. Nefndin var skipuð í júní á síðasta ári og var upphaflega miðað við að hún skilaði af sér fyrir 1. nóvember, en nú er miðað við 1. febrúar. Nefndin kom síðast saman í byrjun desember. Guðbjartur Hannesson er formaður nefndarinnar og segist stefna að fundi í næstu viku, en það hafi lítið upp á sig að funda í sáttanefnd um stjórn fiskveiða án útgerðarmanna.

Fulltrúar útgerðarinnar hafa aðeins mætt á þrjá fundi af fimm og sætta sig ekki við frumvarp sjávarútvegsráðherra frá 10. nóvember um stjórn fiskveiða. Þeir telja frumvarpið inngrip í störf nefndarinnar og eru einkum ósáttir við ákvæði um skötusel. Þar er reiknað með gjaldtöku fyrir úthlutun hluta aflamarks í skötusel og segja útgerðarmenn það upphaf fyrningar aflaheimilda í sjávarútvegi.

Í kynningu ráðherra á frumvarpinu var tiltekið að skötuselsákvæðið væri brýn ráðstöfun í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Útvegsmenn eiga hins vegar erfitt með að samþykkja að þessi aðgerð sé brýn. Spurður hvort ákvæðið um skötuselinn væri hluti af bráðavanda í sjávarútvegi sagði Guðbjartur það vera ráðherra að meta, ekki nefndarinnar.

Hann segir ólík sjónarmið vera innan nefndarinnar og mismunandi hagsmuni. Lögð hafi verið vinna í að skilgreina álitaefni í fiskveiðistjórnunni og síðan hafi verið ætlunin að fá Háskólann á Akureyri til að meta áhrif innköllunarleiðarinnar. Það hafi hins vegar lítinn tilgang að búa til vinnuferli án aðkomu LÍÚ.

„Án útgerðarmanna höldum við bara áfram að búa til eigin skýrslur,“ segir Guðbjartur. „Ef LÍÚ kemur ekki að borðinu verður nefndin að meta hvort vinnunni verður haldið áfram og hvort allir aðrir vilja vera með í því starfi. Stjórnvöld verða líka að meta hvort þau vilja þá koma beint inn í þessa vinnu, en kveðið er á um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmálanum.

Ég lít þannig á að við séum að fást við langtímaverkefni, að breyta útgerðartilhögun til lengri tíma. Það hefur aldrei staðið til að svipta fyrirtæki rekstrargrundvelli. Þvert á móti lögðum við upp með að tryggja varanlega afkomu þeirra og taka átti tillit til skuldastöðu greinarinnar. Í nefndinni hefur verið talað um langtímaúthlutanir á fiski, 20 ára úthlutun eða jafnvel í enn lengri tíma. Fullyrðingar um annað eru áróður. Þá er ætlunin að taka af skarið með að eignarhald í sjávarútvegi sé í raun nýtingarheimild,“ segir Guðbjartur.

Starfið verður ómarkvisst

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem á fulltrúa í nefndinni, segir að alls ekki hafi verið reiknað með að ráðherra spilaði út umdeildum atriðum á sama tíma og nefndin væri að störfum. Ákvæðið um skötuselinn hafi hleypt illu blóði í allt starf nefndarinnar.

„Okkur finnst lítill tilgangur í því að halda þessu starfi áfram ef fulltrúa útgerðarinnar vantar að borðinu. Starfið verður ómarkvisst og við, eins og margir fleiri í nefndinni, erum óánægðir með hversu lítið hefur gengið. Í umsögn SF um frumvarpið leggur stjórnin ríka áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og öllum ákvæðum þess verði vísað til umfjöllunar sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Ég sé ekki að störf nefndarinnar komist í gang meðan skötuselsfrumvarpið hangir yfir mönnum,“ segir Arnar.

Forysta LÍÚ fundar með ráðherra

FORYSTUMENN Landssambands íslenskra útvegsmanna eiga fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, í dag. „Við vonumst til þess að við getum komið málinu aftur í farveg og ég hef fulla trú á að hægt verði að ná sátt um þessi mál. Í mínum huga er formaður nefndarinnar að vinna í þeim anda,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í gær. „Við viljum finna einhvern flöt á þessu máli svo báðir aðilar geti lifað við þá stöðu sem uppi er og komið málinu aftur í farveg. Um leið og þær forsendur sem lagt var upp með við skipan nefndarinnar verða til staðar þá komum við aftur að þessu starfi,“ sagði Friðrik.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Töfin hefur legið fyrir lengi

13:44 Guðmundur Ólafsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir að lengi hafi legið fyrir að einhver töf yrði á opnun Norðfjarðarganga. RÚV greindi frá því í morgun að tveggja mánaða töf yrði á opnun ganganna. Nú stendur til að opna göngin í lok október. Meira »

Engin fornbílasýning á Ljósanótt

13:42 Fornbílaklúbbur Íslands hefur aflýst ráðgerðum akstri og sýningu fornbíla á Ljósanótt nema Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði að leyfa umferð fornbíla um Hafnargötu á meðan að á hátíðinni stendur. Meira »

Flugfarþeginn afþakkaði mat

13:30 Flugfarþega, sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudaginn, var samkvæmt bókun boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var, þar á meðal matur, en hann afþakkaði hana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Meira »

Rýna í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu

13:28 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir fyrirkomulag þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu og talmein, skoða hvort og hvernig megi bæta hana og gera tillögu að skipulagi þjónustunnar til framtíðar. Meira »

Skuldir ríkisins munu snarhækka

13:22 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir ferlið við fjármögnum Vaðlaheiðarganga og segir að göngin séu eiginlega hvorki einkaframkvæmd né ríkisframkvæmd. Eins og greint var frá fyrir helgi má gera ráð fyrir því að dýrara verði í göngin en Hvalfjarðargöng. Meira »

Ólíkur framburður Thomasar og Nikolajs

12:48 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, skipsfélagi Thomas­ar Møller Ol­sen sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur, segist ekki kannast við lýsingar Thomasar á atburðum aðfaranætur laugardagsins 14. janúar þegar Birna var myrt. Meira »

„Gerðir þú brotaþola eitthvað?“

11:49 Thomas Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn, segir það ekki mögulegt að hann hafi gert henni eitthvað án þess að muna eftir. Hann gaf fyrr í morgun skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð sakamáls á hendur honum fer fram í dag. Meira »

„Menn eru svolítið örvæntingarfullir“

12:15 Nafnabreytingar Samfylkingarinnar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa verið viðloðandi flokkinn í nokkur ár. Nýlegar umræður þess efnis gefa til kynna nýtt stig örvæntingar til þess að koma flokknum inn í umræður á ný en síðastliðin ár hefur fylgi hans minnkað töluvert. Meira »

Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi

11:09 „Málið er á algjöru frumstigi. Lögreglan mun ekki veita upplýsingar fyrr en það hefur skapast heildstæð mynd af atburðunum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um málið sem kom upp í gær. Meira »

Thomas sagði frá dularfullum pakka

11:04 Thomas­ Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hafði mælt sér mót við höfnina í Hafnarfirði við aðila sem hann átti að afhenda pakka að morgni laugardagsins 14. janúar. Við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram neitaði hann að gefa nokkrar upplýsingar um pakkann. Meira »

Gjörbreyttur framburður Thomasar

10:22 Framburður Thomasar Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, er mjög breyttur frá því í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann gefur nú skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Sem fyrr segist hann hins vegar saklaus. Meira »

Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

08:42 Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun. Meira »

Fá ókeypis skólagögn í 41 sveitarfélagi

08:31 Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarinnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...