Fordæmislaus niðurskurður

Fundurinn fordæmir m.a. hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega …
Fundurinn fordæmir m.a. hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn fordæma þann ójöfnuð sem kemur fram í 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóða á fjárlögum 2010. Þeir segja þetta fordæmislausan niðurskurð á íslenskum menningariðnaði. Þetta kom fram á opnum samstöðufundi um íslenska kvikmyndagerð, sem var haldinn á Hótel Borg í kvöld.
 
Jafnframt fordæmir fundurinn hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni. Með slíkum aðgerðum brjóti stjórnendur RÚV þær menningarlegu- og lagalegu skyldur sem þeim séu lagðar á herðar, sem og óskir eigenda sinna og áhorfenda - sem vilji vandað íslenskt efni.
 
„Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér hið fyrsta,“ segir í ályktun sem var samþykkt í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert