Guðrún sagði af sér í haust

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir. mbl.is/ÞÖK

Aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra, Anna Sigrún Baldursdóttir, segir að fram komi í fundargerð flóttamannaráðs að Guðrún Ögmundsdóttir hafi sagt af sér formennsku í lok október. Ráðherra skipaði í dag Mörð Árnason í embættið.

Anna segir að alls staðar nú sparað eins og hægt sé og meðal annars í útgjöldum vegna nefndastarfa, ekki síst í nefndum og ráðum þar sem oft sé lítið um verkefni, t.d. flóttamannaráði og innflytjendaráði. Guðrún segist hafa kvartað yfir því að laun hennar sem formanns hafi verið lækkuð úr 40 þúsund krónum á mánuði í átta þúsund.

 ,,Við ákváðum að borga framvegis aðeins þóknun fyrir hvern fund en okkur fannst þetta samt full mikil lækkun og ákváðum því að formenn fengju 15 þúsund fyrir hvern fund," segir Anna.

 Mörður segist aðspurður ekki vita hvaða laun hann fái fyrir starfið, hringt hafi verið í sig í dag og hann hafi þurft að svara strax hvort hann vildi taka við því.  Anna Sigrún bendir á komið hafi fram ósk um að beitt yrði sérstökum lagaákvæðum til að gera ættingjum munaðarlausra barna frá Haítí, búsettum hér, leyfi til að taka nokkur börn að sér. Því hafi verið ótækt að enginn formaður væri í ráðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert