Allir hafa andmælarétt

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segir í netpistli í dag, að væntanlega þurfi að senda skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til allra þeirra, sem komið hafi fyrir nefndina og séu með einum eða öðrum hætti taldir hafa orsakað bankahrunið með athöfnum sínum eða athafnaleysi.

Þar komi til álita stjórn og bankastjórn Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið og stjórn þess, ráðherrar, ráðuneytisstjórar og aðrir embættismenn í stjórnsýslu ríkisins, stjórnendur og stjórnir viðskiptabanka, fjárfestingarbanka, sparisjóða, fjárfestingafélaga, endurskoðendur, lögmenn og fleiri.  

„Þeir, sem nefndin telur í skýrslu sinni, hafa með athöfnum sínum eða athafnaleysi orsakað bankahrunið eiga rétt á því að fá aðgang að öllum gögnum sem þá varða og skýrslan byggir á áður en skýrslan verður birt til að neyta andmælaréttar síns. Annað verklag af hálfu nefndarinnar felur í sér brot á andmælarétti. Brot gegn andmælarétti leiðir jafnan til þessi í stjórnsýslurétti að ákvörðun stjórnvalds telst ógild," segir Sigurður G. m.a. í pistli á pressunni.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert