Fólk hafi varann á sér

Hræið af ísbirninum, sem skotinn var í dag.
Hræið af ísbirninum, sem skotinn var í dag. mbl.is/Líney

Ekki er útilokað að ísbjörninn, sem var felldur í Þistilfirði í dag, hafi verið í fylgd með fullorðnu dýri. Íbúar á nærliggjandi svæðum eru hvattir til að vera með allan vara á sérð á ferðum útivið. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Húsavík að dýrið, sem var skotið í dag, hafi verið ungt.

Af öryggisástæðum mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir norðausturhorn landsins til leitar í fyrramálið.

Tilkynning lögreglunnar er eftirfarandi:

„Lögreglan í Þingeyjarsýslum og Umhverfisstofnun vilja vekja athygli fólks, einkum í dreifbýli, á Norðausturlandi að vera með allan vara á sér á ferðum útivið, í ljósi þess að hvítabjörn var felldur í Þistilfirði í dag. Ljóst er að um ungt dýr var að ræða og ekki er því hægt að útiloka þann möguleika að það hafi verið í fylgd með fullorðnu dýri.

Ákveðið hefur verið af öryggisástæðum, að leita úr lofti svæði með ströndinni á norðausturhorni landsins, strax í birtingu í fyrramálið (28. jan). Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að annast leitarflugið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert