Hliðarbíll og loftræsting

Örþunnt loftræstikerfi og bíll sem ekur á hlið eru verðlaunahugmyndir Fræsins, sem veitt var í fyrsta sinn í dag. Fræið er frumkvöðlasamkeppni Háskólans í Reykjavík í samvinnu við Klak - nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna og Auði Capital.

Tvær hugmyndir deildu með sér verðlaununum sem voru ein milljón, annars vegar hugmynd Jóhannesar Loftssonar um örþunnan og ódýran loftræstibúnað fyrir hús sem er að auki ódýr og borgar sig þannig upp á stuttum tíma.

Jóhannes býst jafnvel við að geta klárað prótótýpuna af kerfinu á þessu ári. Að því loknu eru tvær leiðir til boða, annars vegar að selja út einkaleyfi á hugmyndinni eða, það sem hann telur enn betra , að stofna íslenskt fyrirtæki sem sæji um framleiðslu búnaðarins. 

Verðlaunahugmynd Ingólfs Harðarsonar er ný tegund af undirvagni fyrir rafmagnsfarartæki sem gerir þeim kleyft að aka til hliðar auk þess sem vagninn er vistvænni en hefðbundnir rafmagnsbílar. 

Sem stendur er í gangi svokölluð fýsileikaathugun á hugmyndinni, viðræður við fjárfesta eru næstar á dagskrá og vinna í tengslum við bílaiðnaðinn, segir Ingólfur. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert