Leit að hvítabirni hætt

Leit hefur verið hætt að hvítabirni í Þistilfirði en flugvél Landhelgisgæslunnar kembdi svæðið í dag. Björninn sem felldur var í gær reyndist þyngri en búist var við og því ekki talin eins mikil hætta á að hann væri í fylgd annars bjarnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík er fólk enn beðið um að fara að öllu með gát, þrátt fyrir að ekki hafi sést til fleiri hvítabjarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert