Fjölga úrræðum vegna skuldavanda

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi mbl.is/Ómar

Unnið er að endurbótum á reglum um greiðsluaðlögun vegna skuldugra einstaklinga með að markmiði að fjölga úrræðum. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.  

Þorgerður Katrín beindi spurningu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma og vísaði í nýlega Gallup-könnun sem gerð var fyrir ASÍ, þar sem fram kom að 83% skuldara sem leitað hafa aðstoðar hafa ekki fengið fullnægjandi úrlausn mála.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina, allt frá myndun hennar, hafa unnið að úrræðum sem hafi nýst mjög mörgum sem ættu í greiðsluerfiðleikum en fleiri aðgerða væri þörf. Brýnt væri að taka á nauðungarsölum og kom fram í máli hennar að unnið væri að endurbótum á greiðsluaðlöguninni, þar sem tekið væri tillit til athugasemda ASÍ. Sagðist hún vona að endurbætt frumvarp liti fljótlega dagsins ljós um greiðsluaðlögun og fleiri úrræði

Þorgerður Katrín sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir skuldug heimili hafa virkað sem smáskammtalækningar. Sagði hún verkefnið gríðarlega stórt og hvatti hún til að leitað yrði þverpólitískrar lausnar sku.ldavanda heimilanna.

Jóhanna sagðist ekki sjá neitt í vegi fyrir því að stjórnarandstaðan komi að lausn vandans. Skoða eigi það með jákvæðum huga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert