Þórólfur Árnason formaður Flug-Kef ohf.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Þórhallur Arason, fulltrúi …
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Þórhallur Arason, fulltrúi fjármálaráðherra.

Stofnað var í dag opinbert hlutafélag um sameinaðan rekstur opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Á fundinum var kjörin ný stjórn í félaginu og er Þórólfur Árnason nýr formaður hennar. Nafn hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið ennþá en heiti þess í upphafi er Flug-Kef ofh.

Eftirtalin sitja í stjórn Flug-Kef :Þórólfur Árnason, Arngrímur Jóhannsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Óskarsson ogJón Norðfjörð.

Tilgangur hins nýja félags er að reka alla flugvelli landsins og sjá um uppbyggingu þeirra ásamt tilheyrandi flugstöðvum og mannvirkjum, reka og byggja upp flugleiðsögu- og flugumferðarþjónustu og annast rekstur starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur.

Samkvæmt 5. gr. laganna skal félagið taka yfir öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna sem kveðið er á um í lögum nr. 102/2006, um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, og lögum nr. 76/2008, um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu.

Á stofnfundinum var stofnskrá fyrir félagið undirrituð og samþykktir félagsins samþykktar af fulltrúa fjármálaráðherra, Þórhalli Arasyni. 

Í framhaldi af stofnfundinum verða í næstu viku haldnir hluthafafundir í Flugstoðum ohf. og Keflavíkurflugvelli ohf.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp í lok fundar og sagði að stjórn hins nýja félags hefði með höndum umfangsmikið hlutverk strax á fyrsts degi. Hann kvaðst vænta þess að hún ætti gott samstarf við fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið svo og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Hann sagði það verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að bera ábyrgð á faglegri stefnumótun félagsins í samvinnu við stjórnina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert