Rætt um að vextir á lánunum verði lækkaðir

reuters

Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldu í gær utan til að eiga fund með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda um Icesave.

Mikil leynd hvílir á ferðinni en Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í gær að tækifæri hefði boðist fyrir fundi með háttsettum embættismönnum ytra.

Frekar væri um að ræða upplýsingafund en samningafund en að öðru leyti vildi Árni Þór ekki tjá sig um málið eða það hvort fundað yrði bæði í Bretlandi og Hollandi fyrir heimkomu í kvöld. Samkvæmt heimildum blaðsins mun m.a. standa til að funda með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.

Þá var rætt um það á fundi formanna flokkanna í stjórnarráðinu í fyrrakvöld að lögð skyldi áhersla á að ná niður vöxtum á Icesave-lánunum, skv. sömu heimildum.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert