Bjartsýnir eftir fund í Haag

Rætt var við Breta og Hollendinga í Haag.
Rætt var við Breta og Hollendinga í Haag. Ómar Óskarsson

„Ég held að menn hafi áttað sig betur á því hvernig báðir aðilar meta stöðu málsins, þeim áhyggjum sem menn hafa og þeim möguleikum sem kunna að vera í stöðunni að vissum forsendum uppfylltum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem er nýlentur eftir viðræður í Haag við Breta og Hollendinga.

Hann segir fundinn hafa verið gagnlegan og telur að staðan hafi skýrst. Ekki hafi þó verið um formlegan samningafund að ræða.

„Það kom á daginn að það er alveg hægt að ræða við þessa menn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eftir fundinn. Hann er bjartsýnn á að hægt verði að semja um betri niðurstöðu. Undir það tekur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Nánar verður rætt við formennina í Morgunblaðinu í dag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert