Kanadískur sáttasemjari?

Fáni Kanada.
Fáni Kanada.

Kanadískur sáttasemjari verður fenginn til að miðla málum í Icesave-deilunni að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í fréttinni kom fram að norsk stjórnvöld hafi verið íslensku ríkisstjórninni innan handar en þingmenn Hreyfingarinnar munu hafa verið ósáttir við að Norðmenn kæmu að sáttagjörð.

Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 telja líklegt að kanadískur sáttasemjari verði fenginn til að miðla málum í Icesave-deilunni. Þetta mun hafa borið á góma á fundi fulltrúa ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu í gær. 

Ekki liggur fyrir hvort Bretar og Hollendingar fallast á að sáttasemjari komi að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert