Fjallað um akstur fjórhjóla í fjörunni

Ferðamenn í fjörunni í Vík í Mýrdal
Ferðamenn í fjörunni í Vík í Mýrdal mbl.is/Rax

Lögreglan á Hvolsvelli fundaði með hestamönnum í Vík vegna aksturs fjórhjólamanna við sjávarkambinn í Vík Í Mýrdal í síðustu viku. Ákveðið að reyna að finna lausn á málinu. Þarna eru merkingar sem banna akstur allra vélknúinna ökutækja við garðinn að fjörunni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Alls voru 69 mál skráð hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku. Þar af voru 8 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt. Sá sem ók hraðast var á 131 km. hraða.

Í vikunni var fundað með vettvangsstjórnum Almannavarna og síðan björgunarsveitarmönnum í Vík í Mýrdal, Skaftártungu og síðan á Kirkjubæjarklaustri. Farið var yfir viðbragðsáætlanir og rýmingar. Fyrirhugaðir eru fundir með íbúum á næstunni á þessum svæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert