Mikilhæfur hugsjónamaður

Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisstjórnarfundi.
Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisstjórnarfundi.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með andláti Steingríms Hermannssonar ljúki merkum kafla í stjórnmálasögu Íslendinga.  Steingríms verði lengi minnst sem mikilhæfs forsætisráðherra og hugsjónamanns sem helgaði Íslandi krafta sína.

„Í áratugi var hann í fremstu forystusveit, mótaði stefnuna á umbrotatímum og stýrði efnahagslífi þjóðarinnar fyrir um 20 árum inn í nýtt tímabil stöðugleika og hagsældar.

Áhrifin frá foreldrunum mótuðu Steingrím ríkulega, hugsjónir kynslóðarinnar sem hertist í baráttu við fátækt kreppuára og fagnaði síðan lýðveldisstofnun á Þingvöllum.

Úr foreldragarði fékk Steingrímur einnig ást sína á íslenskri náttúru, lífssýn sem varð honum eldheit hugsjón og grundvöllur framgöngu í umhverfismálum.

Við Steingrímur kynntumst ungir þegar báðir voru að hefja þátttöku í þjóðmálum og síðar urðum við samherjar í ríkisstjórn og góðir vinir.

Það voru forréttindi að fylgjast með því hvernig Steingrímur stýrði ríkisstjórn, óf saman ólík sjónarmið og tryggði að allir hlytu sóma af árangrinum.

Steingríms Hermannssonar verður lengi minnst sem mikilhæfs forsætisráðherra og hugsjónamanns sem helgaði Íslandi krafta sína," segir í kveðju á heimasíðu forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert