„Taktu leikhlé, herra forseti"

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mbl.is/Rax

Karl Th. Birgisson ritar grein á vefinn Herðubreið í dag undir fyrirsögninni: Taktu leikhlé, herra forseti. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson hafi breytt forsetaembættinu með ýmsum hætti síðastliðin fjórtán ár. Flest af því hafi verið til góðs, en nú sé hann lagður af stað í ferðalag sem meira að segja hann taldi líklega óhugsandi hér forðum daga.

„Það hefur alltaf verið kristaltært í málflutningi forsetans að sú ákvörðun, að synja lögum staðfestingar, gæti ekki og mætti ekki að byggjast á afstöðu hans sjálfs til laganna. Slíka ákvörðun ætti alltaf að taka af öðrum ástæðum, þó einkum eðli málsins sjálfs, til dæmis ef um væri að ræða framsal á fullveldi landsins, að myndazt hefði „gjá milli þings og þjóðar“ eða aðrar viðlíka aðstæður væru uppi.

Samkvæmt stjórnarskránni hefur forsetinn nefnilega ekki neitunarvald, heldur málskotsrétt – forsetinn getur skotið málum til þjóðarinnar þegar mikið liggur við.

Þetta kom skýrt fram í forsetakosningunum 1996, þar sem málskotsrétturinn var töluvert til umræðu, og aftur í yfirlýsingum sem forsetinn sendi frá sér þegar hann synjaði lögum staðfestingar 2004 og nú 2010.

Í bæði skiptin byggðist rökstuðningurinn á eðli málsins og aðstæðum í samfélaginu.

Forsetinn tók enga afstöðu sjálfur. Hann vísaði málinu einfaldlega til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Fínt hjá honum.

Vandinn er hins vegar sá, að í kjölfarið hefur hann lagzt í nýja útrás," skrifar Karl.

Að sögn Karls renna upp úr forseta Íslands yfirlýsingarnar um að Iceasvaemálið sé byggt á fantabrögðum og fautaskap Breta og Hollendinga og að allt sé þetta nú ómögulegt, ósanngjarnt, ólýðræðislegt og svo framvegis.

„Vel má vera að einhverjum rísi þjóðernishold í fáeinar mínútur við að hlusta á þetta, en hinar frumstæðari hvatir eru ekki gott veganesti.

Þessi málflutningur gengur gegn tveimur prinsippum sem Ólafur Ragnar Grímsson veit að forsetinn má ekki brjóta.

Hann á ekki og má ekki taka afstöðu í máli sem hann hefur vísað til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Og hann á ekki og má ekki haga embættisfærslu sinni þannig að á alþjóðavettvangi hafi Ísland nú tvær ólíkar stefnur í tilteknu máli – stefnu alþingis og ríkisstjórnar annars vegar og stefnu hans sjálfs hins vegar.

Látum liggja á milli hluta hvort við erum sammála forsetanum eða ekki – hvort við erum á móti samningnum eða ekki – það skiptir engu höfuðmáli.

Það gengur einfaldlega ekki að uppi sé tvenns konar opinber stefna – tvenns konar utanríkisstefna landsins – í alþjóðlegu deilumáli þar sem mikið er undir.

Fyrir því má færa of sterk rök, að með þessu framferði sé forsetinn beinlínis að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar."

Grein Karls Th. í heild
mbl.is

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nemar sækja í rafbækur

05:30 Sala rafrænna kennslubóka á háskólastigi hefur aukist mikið hjá netversluninni Heimkaupum að undanförnu.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Allt að 34% launahækkun

05:30 Mikið launaskrið er hjá hinu opinbera og hafa laun einstakra hópa hækkað allt að 34% frá 2014.   Meira »
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...