„Taktu leikhlé, herra forseti"

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mbl.is/Rax

Karl Th. Birgisson ritar grein á vefinn Herðubreið í dag undir fyrirsögninni: Taktu leikhlé, herra forseti. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson hafi breytt forsetaembættinu með ýmsum hætti síðastliðin fjórtán ár. Flest af því hafi verið til góðs, en nú sé hann lagður af stað í ferðalag sem meira að segja hann taldi líklega óhugsandi hér forðum daga.

„Það hefur alltaf verið kristaltært í málflutningi forsetans að sú ákvörðun, að synja lögum staðfestingar, gæti ekki og mætti ekki að byggjast á afstöðu hans sjálfs til laganna. Slíka ákvörðun ætti alltaf að taka af öðrum ástæðum, þó einkum eðli málsins sjálfs, til dæmis ef um væri að ræða framsal á fullveldi landsins, að myndazt hefði „gjá milli þings og þjóðar“ eða aðrar viðlíka aðstæður væru uppi.

Samkvæmt stjórnarskránni hefur forsetinn nefnilega ekki neitunarvald, heldur málskotsrétt – forsetinn getur skotið málum til þjóðarinnar þegar mikið liggur við.

Þetta kom skýrt fram í forsetakosningunum 1996, þar sem málskotsrétturinn var töluvert til umræðu, og aftur í yfirlýsingum sem forsetinn sendi frá sér þegar hann synjaði lögum staðfestingar 2004 og nú 2010.

Í bæði skiptin byggðist rökstuðningurinn á eðli málsins og aðstæðum í samfélaginu.

Forsetinn tók enga afstöðu sjálfur. Hann vísaði málinu einfaldlega til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Fínt hjá honum.

Vandinn er hins vegar sá, að í kjölfarið hefur hann lagzt í nýja útrás," skrifar Karl.

Að sögn Karls renna upp úr forseta Íslands yfirlýsingarnar um að Iceasvaemálið sé byggt á fantabrögðum og fautaskap Breta og Hollendinga og að allt sé þetta nú ómögulegt, ósanngjarnt, ólýðræðislegt og svo framvegis.

„Vel má vera að einhverjum rísi þjóðernishold í fáeinar mínútur við að hlusta á þetta, en hinar frumstæðari hvatir eru ekki gott veganesti.

Þessi málflutningur gengur gegn tveimur prinsippum sem Ólafur Ragnar Grímsson veit að forsetinn má ekki brjóta.

Hann á ekki og má ekki taka afstöðu í máli sem hann hefur vísað til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Og hann á ekki og má ekki haga embættisfærslu sinni þannig að á alþjóðavettvangi hafi Ísland nú tvær ólíkar stefnur í tilteknu máli – stefnu alþingis og ríkisstjórnar annars vegar og stefnu hans sjálfs hins vegar.

Látum liggja á milli hluta hvort við erum sammála forsetanum eða ekki – hvort við erum á móti samningnum eða ekki – það skiptir engu höfuðmáli.

Það gengur einfaldlega ekki að uppi sé tvenns konar opinber stefna – tvenns konar utanríkisstefna landsins – í alþjóðlegu deilumáli þar sem mikið er undir.

Fyrir því má færa of sterk rök, að með þessu framferði sé forsetinn beinlínis að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar."

Grein Karls Th. í heild
mbl.is

Innlent »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
Erum að flytja inn alskyns vörur fyrir Islendinga á extra góðu verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...