Jóhanna hittir Barroso

José Manuel Barroso.
José Manuel Barroso. Reuters

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hittir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fimmtudag. Jóhanna sagði að fundurinn hefði verið löngu ákveðinn. Icesave-málið, samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lán frá Norðurlöndunum muni án efa bera á góma.

Engar upplýsingar fengust úr Stjórnarráðinu um ferð Jóhönnu og hafði Útvarpið eftir Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðarmanni Jóhönnu, að fundir hennar með embættismönnum Evrópusambandsins, ættu að fara leynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert