Reykjavík verður hjólaborg

Borgarfulltrúar við upphaf borgarstjórnarfundar í dag, þar sem hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar …
Borgarfulltrúar við upphaf borgarstjórnarfundar í dag, þar sem hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt. Reykjavíkurborg

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg með 14 greiddum atkvæðum. Áætlunin ber yfirskriftina „Hjólaborgin Reykjavík“. Í henni felst heildarsýn og aðgerðaáætlun um hjólreiðar í Reykjavík.

Vinnuhópur skipaður fulltrúum meiri- og minnihluta borgarstjórnar vann að áætluninni og leiddi Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, störf hópsins.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir fimmföldun hjólaleiða í Reykjavík á næstu fimm árum og tíföldun á næstu tíu árum, samkvæmt fréttatilkynningu borgarinnar. Áætlunin gerir ráð fyrir hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar og brú yfir Elliðaárósa eingöngu fyrir gangandi og hjólandi svo fátt eitt sé nefnt. 

„Markmið áætlunarinnar er að gera hjólreiðar að betri valkosti fyrir borgarbúa og tryggja með þeim hætti að íbúar Reykjavíkur geti ferðast um borgina sína á þann hátt sem þeir kjósa.

Forgangur hjólandi vegfarenda í borginni verður aukinn  með ýmsum aðgerðum, t.a.m. er því velt upp að opna einstaka einstefnugötur fyrir hjólreiðum til að stytta vegalengdir.

Slíkar lausnir miða að því að gera hjólreiðar að fullgildum og viðurkenndum samgöngumáta fyrir Reykvíkinga og aðra vegfarendur í borginni,“ segir í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert