Segir frumvarpið ógna stöðugleikanum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ljóst að með lagafrumvarpi um breytingu á stjórn fiskveiða væri verið að stíga skref afturábak, draga úr hagkvæmni, hverfa frá ýmsum úrræðum sem gerðu fyrirtækjum í sjávarútvegi kleift að bregðast við sveiflum í heildarafla, feta slóðina inn á fyrningarleið og gera breytingar á vel heppnaðri línuívilnun sem komi til með að raska stöðu beitningavélabáta og enn fremur feli frumvarpið í sér breytingar á framsali sem munu setja ýmsar einyrkjaútgerðir í uppnám.

„Síðast en ekki síst er þetta frumvarp rof á þeim griðum sem ríkisstjórnin lofaði að ríkja mundu um sjávarútveginn á meðan tóm gæfist til að fara ofan í helstu álitamálin í sjávarútvegsstefnunni,“ sagði Einar og benti á að flest hagsmunasamtök hafi hvatt til þess að frumvarpið verði dregið til baka.

Einar sagði frumvarpið afar mótsagnakennt. „Í öðru orðinu er sagt að brýnt sé að draga úr framsali aflaheimilda og gengur hluti frumvarpsins út á það. Í hinu orðinu er kveðið á um mikilvægi þess að stuðla að auknum leigukvóta og ganga breytingar frumvarpsins í þá átt.“

Sagði hann varhugavert að hækka prósentuna þegar komi að línuívilnun. Tók hann fram að það væri mat manna að það að hækka prósentuna muni stuðla að því að útgerðarmenn grípi til þess ráðs að taka vélarnar úr bátum sínum og þar með er í raun steinn lagður í götu framþróunar í sjávarútvegi.

Að mati Einars birtist í frumvarpinu mikil forræðishyggja þar sem leitað er heimildar til handa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að stýra vinnslu á uppsjávarfiski. „Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til þess að stjórn á vinnsluþáttum einstakra fisktegunda fari fram í ráðuneytinu, heldur séu þær ákvarðanir í höndum útgerða og fiskvinnslu,“ sagði Einar.

Fram kom í máli Einars að það atriði frumvarpsins sem veki hvað mesta athygli sé ákvæðið um skötuselinn. „Þetta ákvæði gerir ráð fyrir að aflaheimildir í skötusel verði auknar um 80% umfram ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunarinnar. Er þetta að sjálfsögðu gert þvert á ráðleggingar vísindamanna og þeirra sem hafa reynt að vinna okkur sess á alþjóðavettvangi sem ábyrgri auðlindanýtingarþjóð. Í ákvæðinu er einnig með beinum hætti verið að feta leið inn á braut fyrningar.“

Einar gerði því næst að umtalsefni ákvæði frumvarpsins sem gerir ráð fyrir mikilli aukningu á veiðiskyldu sem sé umdeilt mál. Sagði hann sérstaka ástæðu til þess að vara alvarlega við áformum sem fram koma í frumvarpinu um að draga úr geymslurétti á fiskveiðiheimildum á milli fiskveiðiára. „Þetta ákvæði er gríðarlega þýðingarmikið til þess að stuðla að skynsamlegri sókn, það dregur úr sóknartengdum kostnaði, gefur markaðslegan sveigjanleika og jafnar sveiflur á afla.“mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...