Gerir hosur sínar grænar fyrir Framsókn

Fulltrúar Samfylkingar hafa rætt við framsóknarmenn.
Fulltrúar Samfylkingar hafa rætt við framsóknarmenn. Ómar Óskarsson

Ákveðin þreyta virðist komin í stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna þótt það hafi ekki varað nema í eitt ár og eina viku.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa ákveðnir þingmenn Samfylkingar og ráðherrar haft samband við ákveðna þingmenn Framsóknarflokksins á undanförnum tveimur vikum til þess að reifa þann möguleika við framsóknarmenn að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í stjórn Samfylkingar og VG.

Samkvæmt sömu heimildum hafa framsóknarmenn tekið þessum þreifingum samfylkingarfólks fálega og þeir framsóknarþingmenn sem rætt var við í gær töldu útilokað að flokkurinn væri reiðubúinn til slíks samstarfs.

Helstu ástæður þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar hafa eftir óformlegum leiðum kannað hvort Framsókn hefði vilja til þess að koma inn í stjórn og styrkja þingmeirihluta stjórnarinnar eru sagðar þær, að flokkurinn sé orðinn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert