Loðnugangan út af Suðurlandi

Loðnugangan er á mikilli ferð vestur með suðurströndinni og var í gær úti af ósum Hólsár. „Við biðum eftir að frystihúsið væri klárt og tókum þetta í fjórum köstum þegar kallið kom,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska loðnuskipinu Eriku, sem var á leið til löndunar á Norðfirði. Þar er aflinn frystur.

Geir segir að loðnan hafi staðið grunnt og veðrið ekki hjálpað til. Það hefur nú lagast. Erika kastaði á loðnuna fyrir austan Vestmannaeyjar.

Fjögur skip voru síðdegis í gær á loðnumiðunum út af Rangárósum, Hákon, Börkur, Aðalsteinn Jónsson og Guðmundur. Að minnsta kosti tvö íslensk loðnuskip voru á leið til löndunar.

Öll norsku skipin sem voru að loðnuveiðum djúpt undan Austfjörðum hættu veiðum í gær og fóru til Noregs eða Íslands til löndunar. Þá höfðu þau tilkynnt tæplega 28 þúsund tonna afla, en þau höfðu leyfi til að veiða rúmlega 28 þúsund tonn, samkvæmt þeim kvóta sem gefinn hefur verið út.

Loðnuskipið Erika, sem gert er út af grænlenskri útgerð, hefur veitt mikið með íslensku skipunum. Skipstjóri, einn stýrimaður og vélstjórarnir eru íslenskir en áhöfnin að öðru leyti grænlensk, samkvæmt upplýsingum skipstjórans

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert