Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla

Norskur foringi Vítisengla fór af landinu í morgun.
Norskur foringi Vítisengla fór af landinu í morgun. mbl.is

Koma eins af foringjum norskra Vítisengla til Íslands tengist án vafa fyrirhugaðri inngöngu íslenska vélhjólaklúbbsins MC Iceland í Hells Angels-glæpasamtökin. Þetta er ein ástæða þess að manninum var vísað úr landi.

Segir embætti ríkislögreglustjóra, að staða MC Iceland hafi nú gjörbreyst og opnað fyrir frekari hættu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að vísa manninum frá landinu hafi byggst á mati lögreglu. Niðurstaða þess mats var eftirfarandi: 

  • Koma viðkomandi til Íslands tengist án vafa fyrirhugaðri inngöngu íslenska vélhjólaklúbbsins MC Iceland í Hells Angels-glæpasamtökin. Við þá inngöngu mun íslenski hópurinn fá stöðu fullgildrar deildar innan Hells Angels.
  • Samstarf MC Iceland og erlendra deilda Hells Angels sem og fyrirhuguð innganga íslenska hópsins í samtökin skapar hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og felur því í sér ógn við samfélagið.

Forsendur mats lögreglu voru þessar:

Alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rótum hefur aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. Skipulögð glæpastarfsemi beinist gegn almannahagsmunum enda hafa afbrot sem henni fylgja áhrif á samfélagið og öryggi almennings.

Fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum að MC Iceland (áður Fáfnir) hafi hlotið viðurkenningu sem stuðningsdeild Hells Angels á Íslandi. Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að stefnt sé að því að vélhjólaklúbburinn MC Iceland fái fulla aðild að Hells Angels-samtökunum árið 2010. Nú þegar hafi orðið þáttaskil í starfsemi klúbbsins. Hann hafi náð lokastigi þess að verða fullgild og sjálfstæð deild í alþjóðasamtökum Hells Angels. Það þýði að staða klúbbsins hafi gjörbreyst og opnað fyrir frekari hættu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.

Inngönguferli MC Iceland hafi verið stýrt frá Hells Angels-samtökunum í Noregi.  Uppbygging hinnar íslensku deildar Hells Angels hafi um flest verið í samræmi við forskriftir Hells Angels. Félagar í MC Iceland hafi gengist undir skilmála Hells Angels.

„Til þess að hljóta fulla aðild mun íslenski hópurinn þurfa að geta sýnt fram á að starfsemi og skipulag sé í samræmi við kröfur Hells Angels. Þetta eykur hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi af hálfu íslensku félaganna.  Minnt er á að mjög algengt er að félagar í Hells Angels hafi hlotið refsidóma fyrir alvarleg afbrot og ljóst er að í röðum þeirra er að finna marga ofbeldismenn. Þetta á við um nokkra félaga í MC Iceland, Íslandsdeild samtakanna," segir ríkislögreglustjórai.

Embættið segir að með samstarfi við erlendar deildir Hells Angels hafi hópur manna hér á landi efnt til formlegrar samvinnu við aðila sem í mörgum tilfellum séu harðsvíraðir, þaulskipulagðir og hættulegir glæpamenn. Þau kynni og þau tengsl auki því hættu á að íslensku félagarnir taki upp aðferðir og starfshætti erlendra vítisengla. Raunar kunni slík krafa að koma fram af hálfu erlendu félaganna.

Í Danmörku hafi félagar í Hells Angels og stuðningsklúbbum þeirra mjög látið til sín taka í blóðugum átökum sem þar standa og tengd séu skipulagðri glæpastarfsemi innflytjendagengja og vélhjólamanna. Skálmöld ríki í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, sem hafi kostað mannslíf og sé síst tengd stöðu þessara hópa á fíkniefnamarkaði.

Í febrúarmánuði 2009 var frá því greint í dönskum fjölmiðlum að ákveðið hefði verið að ráða til starfa 140 lögregluþjóna þar í landi sem eingöngu er ætlað að hefta glæpastarfsemi vélhjólamanna og gengja innflytjenda.

„Framhjá ofangreindu verður ekki horft þegar lagt er mat á þá hættu sem fylgja kann komu félaga í Hells Angels og stuðningsklúbbum þeirra hingað til lands. Á Norðurlöndum líta stjórnvöld á skipulögð glæpasamtök vélhjólamanna á borð við Hells Angels sem vaxandi samfélagsógn. Ríkislögreglustjórar Norðurlandanna hafa mótað þá skýru stefnu með stuðningi ríkisstjórna landanna að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótorhjólagengja. Embætti ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum vinna í sameiningu að þessu markmiði. Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2002 lagt fyrir lögreglustjóra á Íslandi að framfylgja þessari stefnu. Í samræmi við þetta hefur ítrekað komið til þess á undanliðnum árum að félögum í Hells Angels hafi verið meinuð landganga við komu sína til Íslands," segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Það sé mat lögreglunnar að meina beri erlendum félögum í Hells Angels landgöngu m.a. með það að markmiði að sporna við fyrirhuguðu inngönguferli MC Iceland í Hells Angels.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Hafi íbúa Vestfjarða í huga

09:50 Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á sjávarútvegsráðherra að hafa íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í huga varðandi ákvarðanatökur um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »

Ferðamenn ættu að forðast Reykjavík

09:42 Ferðavefurinn The Culture Trip setur Reykjavík á lista yfir ferðamannastaði sem ætti að forðast í sumar. Á listanum er einnig að finna borgir á borð við Feneyjar, Róm, Mílanó og Barcelona. Meira »

Berglind og Ragna nýir skrifstofustjórar

09:40 Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis, og Rögnu Bjarnadóttur, lögfræðing hjá dómsmálaráðuneytinu, í stöður skrifstofustjóra. Meira »

Palin líkir Íslendingum við nasista

09:40 Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska í Bandaríkjunum, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar eftir að hafa séð umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS um Downs-heilkenni á Íslandi, en nær allar þungaðar konur sem fá jákvæðar niðurstöður um að líkur séu á að heilkenninu, láta eyða fóstrinu. Meira »

Rúm 73.000 tonn veiddust í júlí

09:23 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, er það 3% meira en veiddist í júlí 2016 að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Meira »

Hita upp á tónleikum Rolling Stones

08:18 Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsælustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borginni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi. Meira »

Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu

07:37 Í júlí komu 159 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn voru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur. Að sögn lögreglu hafa mál þar sem um fíkni­efni er að ræða, tekið fram úr ölv­unar­akst­urs­mál­um á undanförnum árum. Meira »

Innbrot í austurborginni

06:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í verslun í austurhluta borgarinnar um hálffimmleytið í morgun. Meira »

Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu

07:57 Breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum. Meira »

Hæglætisnorðanátt og síðdegisskúrir

07:11 Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld verður norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir. Meira »

Andlát: Sverrir Vilhelmsson

05:30 Sverrir Vilhelmsson fréttaljósmyndari lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst tæplega sextugur að aldri.   Meira »
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...