Bústaður við Hafravatn brann

Sumarbústaður við Hafravatn brann til kaldra í nótt. Slökkvilið var kallað að staðnum um kl. 3 í nótt en ekki tókst að bjarga bústaðnum.

Bústaðurinn, sem stóð við suðausturenda Hafravatns, var í eigu Skógræktar Mosfellsbæjar. Slökkvistarfi lauk um kl. 5:30.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var líka kallað út í nótt vegna elds í gámi við Skeifuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert