Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti

Kjarni nýrrar tillögu íslenskra stjórnvalda í væntanlegum viðræðum við Breta og Íslendinga um Icesave-skuldbindingarnar er að Íslendingar greiði ekki vexti af láninu og hraðar verði greitt inn á lánið með eignum þrotabús Landsbankans en gert er ráð fyrir í núverandi samningi. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. 

Að sögn Útvarpsins verður þessi tillaga kynnt breskum og formlegum yfirvöldum eftir helgi. Hún gangi í meginatriðum út á að Íslendingar ætli ekki að viðurkenna skyldu sína til að greiða fjármagnskostnað  eða vexti vegna þeirra upphæða sem Bretar og Hollendingar hafa þegar lagt út til eigenda Icesave-reikninga Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert