„Makalaust innlegg“

reuters

„Þetta er makalaust innlegg í umræðuna á þessum tímapunkti og með miklum ólíkindum, miðað við viðkvæma stöðu Icesave-málsins í dag, að aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem er í virku samráði við stjórnmálaflokkana, skuli á opinberum vettvangi draga fram það sem hann telur málstað Íslands síst til framdráttar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, um greinarskrif Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, í Fréttablaðið og birtingu draga að samningum við Breta og Hollendinga frá því í desember 2008.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Indriða hafa fullt leyfi til að svara fyrir sig þegar hann telur tilefni til og telur tímasetninguna ekki óþægilega.

Bjarni bendir á að drögin hafi nákvæmlega enga þýðingu og séu ekki annað en birtingarmynd þeirra krafna sem Bretar og Hollendingar héldu á lofti. „Það þýðir ekkert fyrir þetta fólk að reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum.“

Sjá ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert