Eigið fé Byggðastofnunar aukið

Ráðherrar gerðu grein fyrir tillögum um atvinnuuppbyggingu eftir ríkisstjórnarfund í …
Ráðherrar gerðu grein fyrir tillögum um atvinnuuppbyggingu eftir ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/GSH

Eigið fé Byggðastofnunar verður aukið um 3,6 milljarða króna til að stuðla að atvinnuuppbyggingu samkvæmt tillögum iðnaðarráðherra, sem fjallað var um á ríkisstjórnarfundi í dag. Eru áform um margvíslegar aðgerðir í atvinnu- og nýsköpunarmálum.

„Áherslan er lögð á fjölbreitni og aftur fjölbreytni," sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Sagði hún að gera mætti ráð fyrir að með þessu gæti skapast grundvöllur fyrir þúsundir starfa.

Stefnt er að því að á þessu ári verði 5-700 milljónum króna tiltækar til uppbyggingar fjölsóttra ferðamannastaða a landinu. Þá tekur Lánatryggingasjóður kvenna til starfa á ný og undirbúningur er hafinn að því að koma á fót sérstökum fjárfestingarsjóði fyrir svonefnda viðskiptatengla sem vilja leggja fjármuni í viðskiptahugmyndir og uppbyggingu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.

Aukið eigið fé Byggðastofnunar á að gera stofnuninni kleift að styðja við atvinnuuppbyggingu með lánum. Verður stjórn Byggðastofnunar falið að skila tillögum um áherslur í útlánum með það að markmiði að hámarka verðmætasköpun og fjölda starfa til framtíðar.

Tilkynning iðnaðarráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert