Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður félagsins, á stofnfundi í dag.
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður félagsins, á stofnfundi í dag. Ljósmynd/sterkaraisland.is

Stofnfundur félagsins Sjálfstæðir Evrópumenn var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Vel yfir 200 manns komu á fundinn og stofnfélagar eru um 200. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, var kjörinn fyrsti formaður hins nýja félags.

Aðrir í stjórn voru kjörnir þessir, til tveggja ára, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Pavel Bartoszek og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. Í stjórn til eins árs voru kjörin Halldór Halldórsson, Baldur Dýrfjörð og Hanna Katrín Friðriksson.

Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert