Innheimtu lána verði frestað

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að innheimtu myntkörfulána verði frestað, þar til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir um lögmæti lánanna, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Talsmaður samtakanna segir skaðabótaskyldu skapast ef þessi lán verða gjaldfelld, en talið er að útistandandi lán af þessu tagi séu 250-300 milljarðar króna. Tugþúsundir fólks hafa tekið bíla- og húsnæðislán í erlendri mynt og höfuðstóll þeirra og afborganir rokið upp á síðustu tveimur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert