Samninganefnd Íslands utan á morgun

Búið er að skipa nýja samninganefnd Íslands í Icesave-viðræðum við Hollendinga og Breta og fer nefndin utan til viðræðna á morgun, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2.

Fram hefur komið að bandaríski sérfræðingurinn Lee Buchheit muni leiða nefndina en aðrir í henni eru sagðir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Karl Sveinson og Lárus Blöndal.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að ekki verði um eiginlegar samningaviðræður í ferðinni að ræða, heldur fyrst og fremst upplýsingafund þar sem áherslur Íslendinga verða kynntar fyrir hollenskum og breskum embættismönnum í mögulegum viðræðum framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert